Þórólfur segir af sér 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent