Thomas hættir í stjórn Símans 9. nóvember 2004 00:01 Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira