Mörg siðferðileg álitamál 9. nóvember 2004 00:01 Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira