Mörg siðferðileg álitamál 9. nóvember 2004 00:01 Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira