Olíufélögin biðjast afsökunar 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira