Olíufélögin biðjast afsökunar 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent