Vísvitandi rangar ályktanir 13. október 2005 14:56 Svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvitandi dregið rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum skýrslunnar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís. "Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið," segir í yfirlýsingu Einars. "Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum." Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vísar fullyrðingum Einars á bug. "Það er alveg fráleitt að halda því fram að við höfum vísvitandi dregið rangar ályktanir," segir Guðmundur. "Nú hefur Samkeppnisstofnun tjáð sig með ákvörðun sinni. Næsta skref er að málið verður rekið fyrir áfrýjunarnefndinni og því vil ég ekki tjá mig frekar um það." Í yfirlýsingunni biður Einar viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. "Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins," segir í yfirlýsingunni. "Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvitandi dregið rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum skýrslunnar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís. "Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið," segir í yfirlýsingu Einars. "Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum." Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vísar fullyrðingum Einars á bug. "Það er alveg fráleitt að halda því fram að við höfum vísvitandi dregið rangar ályktanir," segir Guðmundur. "Nú hefur Samkeppnisstofnun tjáð sig með ákvörðun sinni. Næsta skref er að málið verður rekið fyrir áfrýjunarnefndinni og því vil ég ekki tjá mig frekar um það." Í yfirlýsingunni biður Einar viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. "Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins," segir í yfirlýsingunni. "Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira