Þráinn, Hanna, Svanur og Margrét 6. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.