Þráinn, Hanna, Svanur og Margrét 6. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.