Forstjórarnir enn í felum 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira