Miklar sprengingar í gígnum 2. nóvember 2004 00:01 Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira