Meiri bráðnun en venjulega 2. nóvember 2004 00:01 Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl. Öskufalls hefur orðið vart í Möðrudal á Fjöllum. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur, ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Þá hefur yfirdýralæknir ráðlagt bændum á austanverðu landinu að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku. Annars virðist gosið vera talsvert öflugra en síðasta gos í Grímsvötnum árið 1998 því gosstrókurinn náði 13 kílómetra hæð í nótt en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni. Þannig hafi hlaupið komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl. Öskufalls hefur orðið vart í Möðrudal á Fjöllum. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur, ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Þá hefur yfirdýralæknir ráðlagt bændum á austanverðu landinu að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku. Annars virðist gosið vera talsvert öflugra en síðasta gos í Grímsvötnum árið 1998 því gosstrókurinn náði 13 kílómetra hæð í nótt en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni. Þannig hafi hlaupið komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira