Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum 1. nóvember 2004 00:01 "Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira