Skattaafsláttur forsenda samninga 31. október 2004 00:01 Loforð fjármálaráðherra um að ekki verði hróflað við sérstökum skattaafslætti sjómanna á samningstímanum var forsenda kjarasamninganna sem undirritaðir voru á laugardag. Sjómannafslátturinn hljóðar upp á 746 krónur á hvern úthaldsdag og þá daga sem teljast til eðlilegra hafnarfría. Upphæðin tekur breytingum samhliða viðlíka breytingum annars staðar í launa- og kjarakerfum, t.d. á dagpeningum, og hækka með verðbólgunni. Loforð fjármálaráðherra gengur þvert gegn sannfæringu hans því fyrir tæpu ári lagði hann fram frumvarp um afnám skattsins. Átti það gerast í áföngum og gerði frumvarpið ráð fyrir að afslátturinn væri úr sögunni árið 2008. Nú hafa sjómenn hinsvegar vissu fyrir að hann gildi til þess tíma. Um 5.500 manns njóta sjómannaafsláttar en því fer fjarri að þar fari aðeins sjómenn í stéttarfélögunum sem sömdu við LÍÚ á laugardag. Smábátasjómenn, hafnsögumenn, sjómenn Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunnar njóta hans einnig og hann nær líka til beitningafólks í landi. Skýrist það af því að það er margt hvert á hlutaskiptasamningum. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn fleiri nýti sér smugur í kerfinu og reikni sér laun út frá hlutaskiptum áhafna án þess að stíga nokkru sinni ölduna. Á síðasta ári nam sjómannaafslátturinn tæpum 1.700 milljónum króna. Sjómannaafslættinum var komið á í kringum 1955 þegar örðugt var að fá Íslendinga til að sækja sjóinn. Varð því að samkomulagi að leiða í lög sérstakan afslátt af sköttum sjómanna til að laða fleiri í stéttina. Í upphafi náði hann aðeins til fiskimanna en síðar fengu farmenn hann einnig og síðar fleiri. Núgildandi krónutölu kerfi var komið á koppinn árið 1987 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp en áður var afslátturinn hlutfall af tekjum. Náði það allt frá fimm prósentum og upp í tólf prósent þegar það varð hæst. Alla tíð hafa skoðanir á ágæti sjómannaafsláttarins verið skiptar og hafa raddir andstæðinganna hækkað með árunum. Margir eru þeirrar skoðunnar að sama eigi yfir alla að ganga og engin rök hnígi að sérkjörum sjómanna þegar skatturinn er annars vegar. Fylgjendur kerfisins benda á að verði afslátturinn afnmuninn skerðist kjör sjómanna sem því nemur. Andstæðingar þess segja á móti að þá sé það vinnuveitendanna að bæta mismuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Loforð fjármálaráðherra um að ekki verði hróflað við sérstökum skattaafslætti sjómanna á samningstímanum var forsenda kjarasamninganna sem undirritaðir voru á laugardag. Sjómannafslátturinn hljóðar upp á 746 krónur á hvern úthaldsdag og þá daga sem teljast til eðlilegra hafnarfría. Upphæðin tekur breytingum samhliða viðlíka breytingum annars staðar í launa- og kjarakerfum, t.d. á dagpeningum, og hækka með verðbólgunni. Loforð fjármálaráðherra gengur þvert gegn sannfæringu hans því fyrir tæpu ári lagði hann fram frumvarp um afnám skattsins. Átti það gerast í áföngum og gerði frumvarpið ráð fyrir að afslátturinn væri úr sögunni árið 2008. Nú hafa sjómenn hinsvegar vissu fyrir að hann gildi til þess tíma. Um 5.500 manns njóta sjómannaafsláttar en því fer fjarri að þar fari aðeins sjómenn í stéttarfélögunum sem sömdu við LÍÚ á laugardag. Smábátasjómenn, hafnsögumenn, sjómenn Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunnar njóta hans einnig og hann nær líka til beitningafólks í landi. Skýrist það af því að það er margt hvert á hlutaskiptasamningum. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn fleiri nýti sér smugur í kerfinu og reikni sér laun út frá hlutaskiptum áhafna án þess að stíga nokkru sinni ölduna. Á síðasta ári nam sjómannaafslátturinn tæpum 1.700 milljónum króna. Sjómannaafslættinum var komið á í kringum 1955 þegar örðugt var að fá Íslendinga til að sækja sjóinn. Varð því að samkomulagi að leiða í lög sérstakan afslátt af sköttum sjómanna til að laða fleiri í stéttina. Í upphafi náði hann aðeins til fiskimanna en síðar fengu farmenn hann einnig og síðar fleiri. Núgildandi krónutölu kerfi var komið á koppinn árið 1987 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp en áður var afslátturinn hlutfall af tekjum. Náði það allt frá fimm prósentum og upp í tólf prósent þegar það varð hæst. Alla tíð hafa skoðanir á ágæti sjómannaafsláttarins verið skiptar og hafa raddir andstæðinganna hækkað með árunum. Margir eru þeirrar skoðunnar að sama eigi yfir alla að ganga og engin rök hnígi að sérkjörum sjómanna þegar skatturinn er annars vegar. Fylgjendur kerfisins benda á að verði afslátturinn afnmuninn skerðist kjör sjómanna sem því nemur. Andstæðingar þess segja á móti að þá sé það vinnuveitendanna að bæta mismuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira