Ungt fólk í atvinnurekstri 30. október 2004 00:01 Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu. Atvinna Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu.
Atvinna Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira