Innlent

Kristinn sló tóninn

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, setti fyrstur fram það viðhorf að ekki væri æskilegt að stunda of harða samkeppni á olíumarkaðnum. Þetta kemur fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Skömmu eftir að Kristinn tók við sem forstjóri um mitt ár 1990, sló hann þann tón sem að mati ráðsins einkenndi alla samkeppni á olíumarkaði í rúman áratug þar á eftir. Nýir forstjórar tóku við hjá Essó árið 1991 og í Olís árið 1993. Telur samkeppnisráð að þessir nýju stjórnendur hafi ákveðið að nýta nýfengið viðskiptafrelsi til að takmarka samkeppni milli félaganna í þeim tilgangi að bæta hag þeirra á kostnað almennings og annarra fyrirtækja. Kristinn Björnsson vildi ekki tjá sig um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×