Crazy Bastard bíllinn 29. október 2004 00:01 Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi. Bílar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi.
Bílar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira