Nornir og forynjur á hrekkjavöku 28. október 2004 00:01 Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu. Mist Þorkelsdóttir var búsett í Bandaríkjunum um margra ára skeið og hún hefur haldið upp á hrekkjavökuna með stæl síðan hún flutti heim. "Krakkarnir söknuðu hrekkjavökunnar þegar við fluttum til landsins aftur svo við höfum haldið þessu til streitu. Þetta hefur svo undið upp á sig," segir Mist. "Við skreytum allt í hólf og gólf, skerum út grasker og búum til luktir. Það er nú aðallega Sigfús, maðurinn minn, sem hefur það hlutverk, en hann hefur meðal annars gert stórkostlegan Frankenstein og fljúgandi nornir á kústsköftum. Við setjum heimatilbúna legsteina í garðinn og notum köngulóarvefi og köngulær og allan mögulegan óhugnað bæði inni og úti. Annars má ekki segja of mikið," segir Mist og hlær. "Það verður alltaf að vera eitthvað sem kemur á óvart. En það er óhætt að segja að það er ýmislegt á kreiki, þessa heims eða annars." Fjölskylda Mistar tekur þátt í skemmtuninni af lífi og sál og allt frá ungbörnum upp í ömmur og afa mæta til veislu í búningum sem mega að sjálfsögðu ekki vera í prinsessustílnum, heldur þurfa að minna á nornir og afturgöngur. "Unglingarnir fíla það í botn að sjá ömmur og afa í búningum og áherslan er á að hafa þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það kemur auðvitað fyrir að litlar sálir verði smeykar og ríghaldi í foreldra sína, en í anda hrekkjavökunnar finnst okkur það frekar fyndið", segir Mist og hlær nornahlátri. "Nei, nei, svo venjast þau þessu og taka þátt af lífi og sál." Mist segist alltaf bjóða upp á "hrekkjavökumat" þó hann geti verið mismunandi frá ári til árs. "Við erum oftast með eitthvað sterkt eins og til dæmis "hot wings" og fyllt jalapeno. Svo bökum við brauð í líki fingra eða beina og sælgætið er auðvitað allt einhverskonar "Halloween"-nammi eins og ormar og köngulær. Þetta er gríðarlega gaman og ég hvet fólk til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum degi. Okkur Íslendinga vantar svona stuðhátíðir á haustin svo við séum ekki komin með jólin í gang í október, engum til gagns eða gleði." Mist gefur okkur uppskrift að réttum sem hugnast bæði lifendum og "dauðum" á hrekkjavöku. Kjúklingavængir "Buffalo wings"-krydd eða blanda af cayenne-pipar, salti og hvítlauks- eða laukdufti. Aðferð: Vængirnir klipptir sundur á liðamótum og þurrkryddaðir. Látnir í 170 gráðu heitan ofn á grillplötu svo fitan geti lekið af þeim. Mikilvægt er að hafa vængina lengi í ofninum, eða um það bil klukkustund, þar til fitan hefur lekið úr þeim. Þá eru vængirnir settir í ofnskúffu, og mikið af "Buffalo wings" sósunni hellt yfir. Aftur eru vængirnir látnir bakast lengi í sósunni. Að lokum er meiri sósu hellt yfir rétt áður en þeir eru bornir fram. Þetta er ákaflega viðeigandi þar sem vængirnir eru rauðir og mjög sterkir. Karamelluhúðuð epli Lítil epli Karamellusósa 150 g sykur 1 msk. smjör 1 1/2 dl rjómi Aðferð: Sykurinn er brúnaður á þurri pönnu þar til hann verður karamellubrúnn og fer að krauma. Setjið þá smjörið út í og blandið vel. Hellið rjómanum saman við og sjóðið í 4 til 6 mínútur. Litlum prikum er stungið í eplin og þeim dýft í karamellulöginn. Látið harðna á smjörpappírsklæddri bökunarplötu. Mikið lostæti. Sem prik er hægt að nota íspinnaprik, kínverska prjóna eða jafnvel sogrör. Matur Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu. Mist Þorkelsdóttir var búsett í Bandaríkjunum um margra ára skeið og hún hefur haldið upp á hrekkjavökuna með stæl síðan hún flutti heim. "Krakkarnir söknuðu hrekkjavökunnar þegar við fluttum til landsins aftur svo við höfum haldið þessu til streitu. Þetta hefur svo undið upp á sig," segir Mist. "Við skreytum allt í hólf og gólf, skerum út grasker og búum til luktir. Það er nú aðallega Sigfús, maðurinn minn, sem hefur það hlutverk, en hann hefur meðal annars gert stórkostlegan Frankenstein og fljúgandi nornir á kústsköftum. Við setjum heimatilbúna legsteina í garðinn og notum köngulóarvefi og köngulær og allan mögulegan óhugnað bæði inni og úti. Annars má ekki segja of mikið," segir Mist og hlær. "Það verður alltaf að vera eitthvað sem kemur á óvart. En það er óhætt að segja að það er ýmislegt á kreiki, þessa heims eða annars." Fjölskylda Mistar tekur þátt í skemmtuninni af lífi og sál og allt frá ungbörnum upp í ömmur og afa mæta til veislu í búningum sem mega að sjálfsögðu ekki vera í prinsessustílnum, heldur þurfa að minna á nornir og afturgöngur. "Unglingarnir fíla það í botn að sjá ömmur og afa í búningum og áherslan er á að hafa þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það kemur auðvitað fyrir að litlar sálir verði smeykar og ríghaldi í foreldra sína, en í anda hrekkjavökunnar finnst okkur það frekar fyndið", segir Mist og hlær nornahlátri. "Nei, nei, svo venjast þau þessu og taka þátt af lífi og sál." Mist segist alltaf bjóða upp á "hrekkjavökumat" þó hann geti verið mismunandi frá ári til árs. "Við erum oftast með eitthvað sterkt eins og til dæmis "hot wings" og fyllt jalapeno. Svo bökum við brauð í líki fingra eða beina og sælgætið er auðvitað allt einhverskonar "Halloween"-nammi eins og ormar og köngulær. Þetta er gríðarlega gaman og ég hvet fólk til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum degi. Okkur Íslendinga vantar svona stuðhátíðir á haustin svo við séum ekki komin með jólin í gang í október, engum til gagns eða gleði." Mist gefur okkur uppskrift að réttum sem hugnast bæði lifendum og "dauðum" á hrekkjavöku. Kjúklingavængir "Buffalo wings"-krydd eða blanda af cayenne-pipar, salti og hvítlauks- eða laukdufti. Aðferð: Vængirnir klipptir sundur á liðamótum og þurrkryddaðir. Látnir í 170 gráðu heitan ofn á grillplötu svo fitan geti lekið af þeim. Mikilvægt er að hafa vængina lengi í ofninum, eða um það bil klukkustund, þar til fitan hefur lekið úr þeim. Þá eru vængirnir settir í ofnskúffu, og mikið af "Buffalo wings" sósunni hellt yfir. Aftur eru vængirnir látnir bakast lengi í sósunni. Að lokum er meiri sósu hellt yfir rétt áður en þeir eru bornir fram. Þetta er ákaflega viðeigandi þar sem vængirnir eru rauðir og mjög sterkir. Karamelluhúðuð epli Lítil epli Karamellusósa 150 g sykur 1 msk. smjör 1 1/2 dl rjómi Aðferð: Sykurinn er brúnaður á þurri pönnu þar til hann verður karamellubrúnn og fer að krauma. Setjið þá smjörið út í og blandið vel. Hellið rjómanum saman við og sjóðið í 4 til 6 mínútur. Litlum prikum er stungið í eplin og þeim dýft í karamellulöginn. Látið harðna á smjörpappírsklæddri bökunarplötu. Mikið lostæti. Sem prik er hægt að nota íspinnaprik, kínverska prjóna eða jafnvel sogrör.
Matur Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira