Leynivopnið í eldhúsinu 28. október 2004 00:01 "Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu... Matur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu...
Matur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira