Stefán áfram á sjúkrahúsi 24. október 2004 00:01 Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira