Íslendingar í Evrópukeppni 20. október 2004 00:01 Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn." Nám Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn."
Nám Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira