Erlent

Fleiri breskir hermenn til Íraks?

Bandaríkjamenn hafa farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau sendi aukinn herafla til Íraks. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá því á breska þinginu í dag að beiðni þessa efnis hafi borist ráðuneytinu í síðustu viku en ákvörðun um hvort farið verði að óskum Bandaríkjamanna liggi ekki fyrir. Um er að ræða aukinn fjölda landgönguliða til að létta undir með bandarískum hersveitum víðs vegar um Írak, þó ekki í Bagdad og Falluja. Hoon segir að ákvörðun liggi væntanlega fyrir í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×