Aldrei hressari í Interrail 14. október 2004 00:01 Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hefði vel getað hugsað sér að fara í Interrail á sínum tíma, en bæði var hún rög við að ferðast ein og svo var hún ung farin að eignast börn og þar með var draumnum skotið á frest. Í maí 2003 lét Anna hins vegar drauminn rætast, fór ein í Interrail til Austur-Evrópu og hélt upp á 51 árs afmælið sitt í ferðinni. Aðdragandinn að ferðalaginu var ráðstefna sem Anna sótti í Bled í Slóveníu og áhugi á evrópskri sögu. "Ég var orðin rúmlega þrítug þegar ég fór í framhaldsnám til Þýskalands og var þar árin 1983-1990. Þegar múrinn féll árið 1989 hafði ég farið margar ferðir yfir til Austur-Berlínar, sem mér fannst alltaf jafn áhrifaríkt. Nú þegar Austur-Evrópulöndin hafa meira og minna sótt um inngöngu í Evrópusambandið liggur það í hlutarins eðli að þau verða von bráðar vestrænni þannig að mig langaði að skoða gamla austrið áður en það yrði of seint. Þegar félag meðferðarfræðinga ákvað svo að halda ráðstefnu í Bled í Slóveníu fannst mér tilvalið að nota tækifærið og gera meira úr ferðinni." Anna fann út að það borgaði sig fyrir hana að kaupa sér Interrail-miða sem gilti fyrir alla Evrópu og ákvað að skipuleggja sem minnst. "Það eina sem ég gerði fyrir fram var að panta hótelherbergi fyrstu nóttina í Prag og það var það eina sem klikkaði í allri ferðinni," segir Anna og hlær. Stórkostleg Austur-Evrópa Anna heimsótti átta lönd og á engin orð til að lýsa ferðinni, sem hún segir hafa verið stórkostlega upplifun. Hún fór meðal annars til Bratislava, Ljúbljana, Búdapest, Zagreb og Krakár að ógleymdri Prag. "Það væri efni í heila bók að segja frá öllu því stórkostlega sem ég upplifði," segir Anna og blaðamaður situr bergnumin og hlýðir á frásagnir úr ferðinni. "En til að virkilega njóta svona ferðar þarf að hafa ýmislegt í huga," segir Anna. "Ég setti mér til dæmis það markmið að ofgera mér ekki og taka bara einn dag í einu. Ég ákvað líka að eyða ekki miklu í gistingu og valdi því þægileg gistiheimili. Hilton er eins alls staðar í heiminum og ekkert spennandi við það. Mér fannst ég samt vera orðin of gömul og löt til að vera á farfuglaheimilum með mörgum í herbergi," segir hún og hlær. Anna byrjaði hvern dag á að kaupa brauð og álegg og setjast svo niður í rólegheitum og skoða það sem hún vildi gera þann daginn. "Ég notaði alltaf almenningssamgöngur, keypti mér miða sem giltu í öll samgöngutæki og voru jafnframt aðgöngumiðar að söfnum. Þá fór ég í mikið af skipulögðum ferðum, sem er mikill tímasparnaður og um að gera að nýta sér það vegna þess hvað það er skemmtilegt og á sanngjörnu verði. Það er líka heilmikil áreynsla að búa í bakpoka og um að gera að nýta sér það sem er þægilegt. Ég fór alltaf út að borða á kvöldin og valdi þá þjóðlega staði og fór einstaka sinnum á tónleika, en það er mikilvægt að vera komin snemma í háttinn og snemma upp á morgnana. " Anna segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún var ein á ferð og var aldrei hrædd eða óörugg. "Ef fólk er að leita sér að ferðafélögum finnur það þá gjarnan á farfuglaheimilum eða jafnvel í lestinni. Það hentaði mér hins vegar að vera ein í þessari ferð og hafa mína eigin hentisemi," segir hún og ráðleggur fólki sem enn geymir gamlan draum um Interrail-ævintýrið í hjartanu að láta hann rætast. Ferðalög Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hefði vel getað hugsað sér að fara í Interrail á sínum tíma, en bæði var hún rög við að ferðast ein og svo var hún ung farin að eignast börn og þar með var draumnum skotið á frest. Í maí 2003 lét Anna hins vegar drauminn rætast, fór ein í Interrail til Austur-Evrópu og hélt upp á 51 árs afmælið sitt í ferðinni. Aðdragandinn að ferðalaginu var ráðstefna sem Anna sótti í Bled í Slóveníu og áhugi á evrópskri sögu. "Ég var orðin rúmlega þrítug þegar ég fór í framhaldsnám til Þýskalands og var þar árin 1983-1990. Þegar múrinn féll árið 1989 hafði ég farið margar ferðir yfir til Austur-Berlínar, sem mér fannst alltaf jafn áhrifaríkt. Nú þegar Austur-Evrópulöndin hafa meira og minna sótt um inngöngu í Evrópusambandið liggur það í hlutarins eðli að þau verða von bráðar vestrænni þannig að mig langaði að skoða gamla austrið áður en það yrði of seint. Þegar félag meðferðarfræðinga ákvað svo að halda ráðstefnu í Bled í Slóveníu fannst mér tilvalið að nota tækifærið og gera meira úr ferðinni." Anna fann út að það borgaði sig fyrir hana að kaupa sér Interrail-miða sem gilti fyrir alla Evrópu og ákvað að skipuleggja sem minnst. "Það eina sem ég gerði fyrir fram var að panta hótelherbergi fyrstu nóttina í Prag og það var það eina sem klikkaði í allri ferðinni," segir Anna og hlær. Stórkostleg Austur-Evrópa Anna heimsótti átta lönd og á engin orð til að lýsa ferðinni, sem hún segir hafa verið stórkostlega upplifun. Hún fór meðal annars til Bratislava, Ljúbljana, Búdapest, Zagreb og Krakár að ógleymdri Prag. "Það væri efni í heila bók að segja frá öllu því stórkostlega sem ég upplifði," segir Anna og blaðamaður situr bergnumin og hlýðir á frásagnir úr ferðinni. "En til að virkilega njóta svona ferðar þarf að hafa ýmislegt í huga," segir Anna. "Ég setti mér til dæmis það markmið að ofgera mér ekki og taka bara einn dag í einu. Ég ákvað líka að eyða ekki miklu í gistingu og valdi því þægileg gistiheimili. Hilton er eins alls staðar í heiminum og ekkert spennandi við það. Mér fannst ég samt vera orðin of gömul og löt til að vera á farfuglaheimilum með mörgum í herbergi," segir hún og hlær. Anna byrjaði hvern dag á að kaupa brauð og álegg og setjast svo niður í rólegheitum og skoða það sem hún vildi gera þann daginn. "Ég notaði alltaf almenningssamgöngur, keypti mér miða sem giltu í öll samgöngutæki og voru jafnframt aðgöngumiðar að söfnum. Þá fór ég í mikið af skipulögðum ferðum, sem er mikill tímasparnaður og um að gera að nýta sér það vegna þess hvað það er skemmtilegt og á sanngjörnu verði. Það er líka heilmikil áreynsla að búa í bakpoka og um að gera að nýta sér það sem er þægilegt. Ég fór alltaf út að borða á kvöldin og valdi þá þjóðlega staði og fór einstaka sinnum á tónleika, en það er mikilvægt að vera komin snemma í háttinn og snemma upp á morgnana. " Anna segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún var ein á ferð og var aldrei hrædd eða óörugg. "Ef fólk er að leita sér að ferðafélögum finnur það þá gjarnan á farfuglaheimilum eða jafnvel í lestinni. Það hentaði mér hins vegar að vera ein í þessari ferð og hafa mína eigin hentisemi," segir hún og ráðleggur fólki sem enn geymir gamlan draum um Interrail-ævintýrið í hjartanu að láta hann rætast.
Ferðalög Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira