Aldrei hressari í Interrail 14. október 2004 00:01 Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hefði vel getað hugsað sér að fara í Interrail á sínum tíma, en bæði var hún rög við að ferðast ein og svo var hún ung farin að eignast börn og þar með var draumnum skotið á frest. Í maí 2003 lét Anna hins vegar drauminn rætast, fór ein í Interrail til Austur-Evrópu og hélt upp á 51 árs afmælið sitt í ferðinni. Aðdragandinn að ferðalaginu var ráðstefna sem Anna sótti í Bled í Slóveníu og áhugi á evrópskri sögu. "Ég var orðin rúmlega þrítug þegar ég fór í framhaldsnám til Þýskalands og var þar árin 1983-1990. Þegar múrinn féll árið 1989 hafði ég farið margar ferðir yfir til Austur-Berlínar, sem mér fannst alltaf jafn áhrifaríkt. Nú þegar Austur-Evrópulöndin hafa meira og minna sótt um inngöngu í Evrópusambandið liggur það í hlutarins eðli að þau verða von bráðar vestrænni þannig að mig langaði að skoða gamla austrið áður en það yrði of seint. Þegar félag meðferðarfræðinga ákvað svo að halda ráðstefnu í Bled í Slóveníu fannst mér tilvalið að nota tækifærið og gera meira úr ferðinni." Anna fann út að það borgaði sig fyrir hana að kaupa sér Interrail-miða sem gilti fyrir alla Evrópu og ákvað að skipuleggja sem minnst. "Það eina sem ég gerði fyrir fram var að panta hótelherbergi fyrstu nóttina í Prag og það var það eina sem klikkaði í allri ferðinni," segir Anna og hlær. Stórkostleg Austur-Evrópa Anna heimsótti átta lönd og á engin orð til að lýsa ferðinni, sem hún segir hafa verið stórkostlega upplifun. Hún fór meðal annars til Bratislava, Ljúbljana, Búdapest, Zagreb og Krakár að ógleymdri Prag. "Það væri efni í heila bók að segja frá öllu því stórkostlega sem ég upplifði," segir Anna og blaðamaður situr bergnumin og hlýðir á frásagnir úr ferðinni. "En til að virkilega njóta svona ferðar þarf að hafa ýmislegt í huga," segir Anna. "Ég setti mér til dæmis það markmið að ofgera mér ekki og taka bara einn dag í einu. Ég ákvað líka að eyða ekki miklu í gistingu og valdi því þægileg gistiheimili. Hilton er eins alls staðar í heiminum og ekkert spennandi við það. Mér fannst ég samt vera orðin of gömul og löt til að vera á farfuglaheimilum með mörgum í herbergi," segir hún og hlær. Anna byrjaði hvern dag á að kaupa brauð og álegg og setjast svo niður í rólegheitum og skoða það sem hún vildi gera þann daginn. "Ég notaði alltaf almenningssamgöngur, keypti mér miða sem giltu í öll samgöngutæki og voru jafnframt aðgöngumiðar að söfnum. Þá fór ég í mikið af skipulögðum ferðum, sem er mikill tímasparnaður og um að gera að nýta sér það vegna þess hvað það er skemmtilegt og á sanngjörnu verði. Það er líka heilmikil áreynsla að búa í bakpoka og um að gera að nýta sér það sem er þægilegt. Ég fór alltaf út að borða á kvöldin og valdi þá þjóðlega staði og fór einstaka sinnum á tónleika, en það er mikilvægt að vera komin snemma í háttinn og snemma upp á morgnana. " Anna segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún var ein á ferð og var aldrei hrædd eða óörugg. "Ef fólk er að leita sér að ferðafélögum finnur það þá gjarnan á farfuglaheimilum eða jafnvel í lestinni. Það hentaði mér hins vegar að vera ein í þessari ferð og hafa mína eigin hentisemi," segir hún og ráðleggur fólki sem enn geymir gamlan draum um Interrail-ævintýrið í hjartanu að láta hann rætast. Ferðalög Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hefði vel getað hugsað sér að fara í Interrail á sínum tíma, en bæði var hún rög við að ferðast ein og svo var hún ung farin að eignast börn og þar með var draumnum skotið á frest. Í maí 2003 lét Anna hins vegar drauminn rætast, fór ein í Interrail til Austur-Evrópu og hélt upp á 51 árs afmælið sitt í ferðinni. Aðdragandinn að ferðalaginu var ráðstefna sem Anna sótti í Bled í Slóveníu og áhugi á evrópskri sögu. "Ég var orðin rúmlega þrítug þegar ég fór í framhaldsnám til Þýskalands og var þar árin 1983-1990. Þegar múrinn féll árið 1989 hafði ég farið margar ferðir yfir til Austur-Berlínar, sem mér fannst alltaf jafn áhrifaríkt. Nú þegar Austur-Evrópulöndin hafa meira og minna sótt um inngöngu í Evrópusambandið liggur það í hlutarins eðli að þau verða von bráðar vestrænni þannig að mig langaði að skoða gamla austrið áður en það yrði of seint. Þegar félag meðferðarfræðinga ákvað svo að halda ráðstefnu í Bled í Slóveníu fannst mér tilvalið að nota tækifærið og gera meira úr ferðinni." Anna fann út að það borgaði sig fyrir hana að kaupa sér Interrail-miða sem gilti fyrir alla Evrópu og ákvað að skipuleggja sem minnst. "Það eina sem ég gerði fyrir fram var að panta hótelherbergi fyrstu nóttina í Prag og það var það eina sem klikkaði í allri ferðinni," segir Anna og hlær. Stórkostleg Austur-Evrópa Anna heimsótti átta lönd og á engin orð til að lýsa ferðinni, sem hún segir hafa verið stórkostlega upplifun. Hún fór meðal annars til Bratislava, Ljúbljana, Búdapest, Zagreb og Krakár að ógleymdri Prag. "Það væri efni í heila bók að segja frá öllu því stórkostlega sem ég upplifði," segir Anna og blaðamaður situr bergnumin og hlýðir á frásagnir úr ferðinni. "En til að virkilega njóta svona ferðar þarf að hafa ýmislegt í huga," segir Anna. "Ég setti mér til dæmis það markmið að ofgera mér ekki og taka bara einn dag í einu. Ég ákvað líka að eyða ekki miklu í gistingu og valdi því þægileg gistiheimili. Hilton er eins alls staðar í heiminum og ekkert spennandi við það. Mér fannst ég samt vera orðin of gömul og löt til að vera á farfuglaheimilum með mörgum í herbergi," segir hún og hlær. Anna byrjaði hvern dag á að kaupa brauð og álegg og setjast svo niður í rólegheitum og skoða það sem hún vildi gera þann daginn. "Ég notaði alltaf almenningssamgöngur, keypti mér miða sem giltu í öll samgöngutæki og voru jafnframt aðgöngumiðar að söfnum. Þá fór ég í mikið af skipulögðum ferðum, sem er mikill tímasparnaður og um að gera að nýta sér það vegna þess hvað það er skemmtilegt og á sanngjörnu verði. Það er líka heilmikil áreynsla að búa í bakpoka og um að gera að nýta sér það sem er þægilegt. Ég fór alltaf út að borða á kvöldin og valdi þá þjóðlega staði og fór einstaka sinnum á tónleika, en það er mikilvægt að vera komin snemma í háttinn og snemma upp á morgnana. " Anna segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún var ein á ferð og var aldrei hrædd eða óörugg. "Ef fólk er að leita sér að ferðafélögum finnur það þá gjarnan á farfuglaheimilum eða jafnvel í lestinni. Það hentaði mér hins vegar að vera ein í þessari ferð og hafa mína eigin hentisemi," segir hún og ráðleggur fólki sem enn geymir gamlan draum um Interrail-ævintýrið í hjartanu að láta hann rætast.
Ferðalög Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira