Erlent

Öflugar sprengingar í Bagdad

Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak í morgun. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. Sprengingarnar urðu við svokallað grænt svæði sem hýsir írakskar stjórnarskrifstofur og sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands. Uppreisnarmenn bera ábyrgð á tíðum árásum á græna svæðið að undanförnu og hefur þeim aðallega verið beint gegn bandarískum hersveitum og fulltrúum í bráðabirgðastjórn Íraks. Haft er eftir embættismönnum að önnur sprengingin hafi verið sjálfsmorðsárás sem beint hafi verið gegn skotmörkum á kaffihúsi á svæðinu. Hin sprengjan sprakk á minjagripamarkaði, þangað sem bandarískir og breskir hermenn venja gjarnan komur sínar. Ekki er hins vegar ljóst á þessari stundu hver ber ábyrgð á ódæðisverkunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×