Innlent

Heimasíða með nöfnum dópsala

Maður í Breiðholti hefur sett upp heimasíðu þar sem hann nafngreinir tuttugu og fimm menn og heldur því fram að þeir séu viðriðnir eiturlyfjasölu. Maðurinn sem stendur á bak við síðuna segir handrukkara hafa rænt syni hans og upp úr því hafi hann farið að safna sér upplýsinga um eiturlyfjasala. Fjallað var um mál sonar mannsins fyrir nokkrum árum en drengurinn tókst að hafa samband við föður sinn með farsíma úr skotti bifreiðar handrukkarans. Á dögunum var svo brotist inn hjá manninum og í kjölfarið ákvað hann að birta nafnalista yfir dópsalana. Maðurinn segist á heimasíðu sinni vera að undirbúa birtingu fleiri nafna. Nokkur þeirra nafna sem maðurinn birtir á heimasíðu sinni eru kunnugleg úr nýlegum dómsmálum vegna fíkniefna. Að sögn lögreglunnar í Breiðholti vildi maðurinn að leitað yrði að góssi úr innbrotinu hjá honum á ákveðnum stað en þegar ekki hafi verið orðið við því hafi hann horfið ósáttur á braut. Lögreglan sé nú búin að kanna að verðmætin eru ekki þar sem maðurinn taldi að þau væru. Málið væri enn í rannsókn en henni væri ekki stjórnað af fórnarlömbum innbrota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×