Pastellitanámskeið hjá Mími 12. október 2004 00:01 Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum. Nám Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum.
Nám Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira