Samningar verða að nást 7. október 2004 00:01 "Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
"Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira