Enn pattstaða við Akureyrarhöfn 5. október 2004 00:01 Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira