Of fáir hermenn og engin tengsl 5. október 2004 00:01 Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira