Innlent

Klórgas til umræðu

Leyfisveiting vegna klórgasframleiðslu til fyrirtækisins Mjallar-Friggjar hefur ekki enn verið tekin fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn Kópavogs. Málið kom þó til umræðu á síðasta fundi. Þar lýstu allir fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn sig andvíga því að leyfa framleiðsluna nærri íbúabyggð og einn bæjarfulltrúi Framsóknarflokks að auki. Verksmiðjan hefur sótt um leyfi til framleiðslunnar á lóð vestast á Kársnesi, en hún hefur hingað til verið á Fosshálsi í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×