Innlent

Hálfsárs fangelsi

Maður sem sló annan með bjórglasi í höfuðið á skemmtistaðnum Stapa í Keflavík í sumar, þannig að glasið brotnaði og af hlutust alvarlegir áverkar, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir. Árásin var sögð einkar hrottafengin og tilviljun hafi ráðið því að ekki hlaust alvarlegra líkamstjón af. Manninum var virt til refsilækkunar að hann játaði undanbragðalaust, auk þess sem hann iðraðist og sýndi eindreginn vilja til að bæta tjón þess sem varð fyrir árásinni. Krafist var rúmlega 600 þúsund króna í bætur, en fallið var frá þeirri kröfu eftir að maðurinn greiddi þeim sem fyrir árásinni varð um 480 þúsund krónur í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×