Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar má nefna sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi, nema Kolbeinsstaðahrepp, en ráðamenn þar á bæ vilja fremur sameinast sveitarfélögum í Borgarfirði. Þá leggur nefndin til að sveitarfélögum á Vestfjörðum verði fækkað úr ellefu í þrjú. Hún leggur til að sveitarfélögin fimm í Suður-Þingeyjarsýslu verði sameinuð í eitt og að fimm sveitarfélög á Austurlandi sameinist. Það eru Fjarðabyggð, Mjóifjörður, Fáskrúðsfjörður, Breiðdalsvík og Austurbyggð. Alls eru þetta átta byggðarlög sem þá myndu sameinast í eitt sveitarfélag. Nefndin leggur ennfremur til að Garðabær og Álftanes verði sameinuð svo og að sveitarfélög Kjósahrepps og Reykjavíkur verði sameinuð. Miðað er við að íbúar um 80 sveitarfélaga greiði atkvæði um þessar tillögur í apríl á næsta ári en alls búa 213 þúsund manns í þessum sveitarfélögum, eða um 73 prósent landsmanna. Nánar verður sagt frá þessum tillögum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar má nefna sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi, nema Kolbeinsstaðahrepp, en ráðamenn þar á bæ vilja fremur sameinast sveitarfélögum í Borgarfirði. Þá leggur nefndin til að sveitarfélögum á Vestfjörðum verði fækkað úr ellefu í þrjú. Hún leggur til að sveitarfélögin fimm í Suður-Þingeyjarsýslu verði sameinuð í eitt og að fimm sveitarfélög á Austurlandi sameinist. Það eru Fjarðabyggð, Mjóifjörður, Fáskrúðsfjörður, Breiðdalsvík og Austurbyggð. Alls eru þetta átta byggðarlög sem þá myndu sameinast í eitt sveitarfélag. Nefndin leggur ennfremur til að Garðabær og Álftanes verði sameinuð svo og að sveitarfélög Kjósahrepps og Reykjavíkur verði sameinuð. Miðað er við að íbúar um 80 sveitarfélaga greiði atkvæði um þessar tillögur í apríl á næsta ári en alls búa 213 þúsund manns í þessum sveitarfélögum, eða um 73 prósent landsmanna. Nánar verður sagt frá þessum tillögum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira