ADSL notkun hrundi 29. september 2004 00:01 Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til." Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til."
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira