Í fjallasölum austurrísku Alpanna 29. september 2004 00:01 Skíðagöngur í fjallasölum austurrísku Alpanna eru meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja á útmánuðum. Slíkt telst til tíðinda hér á landi. Þetta er vikuferð og stendur frá 5. til 12. mars. Flogið er til Verona á Ítalíu og ekið þaðan til bæjarins Seefeld, sem er í hjarta fjallahéraðsins Týról. Þar er fyrsta flokks skíðagöngusvæði og gist verður á fjögurra stjarna hóteli sem er þekkt fyrir góðan mat og lipra þjónustu. Íris Marelsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi, er ráðin fararstjóri og er þegar farin að hlakka til. En verða menn ekki að vera flinkir á gönguskíðum til að fylgja henn eftir? "Nei, ferðin hentar bæði byrjendum og vönum því við munum skipta liði og fara bæði lengri og styttri ferðir. Hugsanlega verður svo hist í hádeginu," segir hún. Hægt verður að leigja skíði á staðnum en þeir sem eiga skíði ættu að taka þau með, að sögn Írisar. Hún segir ávallt verða byrjað á upphitunarhraða, síðan aukið í, hægt á síðdegis og endað á góðum teygjum. "Þetta verður heilsubótarferð við allra hæfi," fullyrðir hún og upplýsir að ólympíusundlaug sé við hliðina á hótelinu, með gufubaði og hvíldarherbergi. "Ólympíuleikarnir í norrænum greinum voru haldnir á þessu svæði 1964 og 1976 og heimsmeistarakeppnin árið 1999. Við munum njóta þess þegar við komum heim af skíðunum að leggjast í laugina. Ég held það finnist varla hollari blanda af hreyfingu en gönguskíði og sund saman," segir Íris. Spurð í lokin hvort hún haldi að Íslendingar hafi nægilegan áhuga á gönguskíðaíþróttinni til að hægt sé að fylla svona ferð svarar hún: "Það er þá kominn tími til að efla þann áhuga". Ferðin kostar 110.000 krónur á manninn miðað við að tveir séu í herbergi. Innifalið er hálft fæði, það er morgunmatur, eftirmiðdagskaffi og kvöldmatur, aðgangur að öllum gönguskíðabrautum og fleira. Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Skíðagöngur í fjallasölum austurrísku Alpanna eru meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja á útmánuðum. Slíkt telst til tíðinda hér á landi. Þetta er vikuferð og stendur frá 5. til 12. mars. Flogið er til Verona á Ítalíu og ekið þaðan til bæjarins Seefeld, sem er í hjarta fjallahéraðsins Týról. Þar er fyrsta flokks skíðagöngusvæði og gist verður á fjögurra stjarna hóteli sem er þekkt fyrir góðan mat og lipra þjónustu. Íris Marelsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi, er ráðin fararstjóri og er þegar farin að hlakka til. En verða menn ekki að vera flinkir á gönguskíðum til að fylgja henn eftir? "Nei, ferðin hentar bæði byrjendum og vönum því við munum skipta liði og fara bæði lengri og styttri ferðir. Hugsanlega verður svo hist í hádeginu," segir hún. Hægt verður að leigja skíði á staðnum en þeir sem eiga skíði ættu að taka þau með, að sögn Írisar. Hún segir ávallt verða byrjað á upphitunarhraða, síðan aukið í, hægt á síðdegis og endað á góðum teygjum. "Þetta verður heilsubótarferð við allra hæfi," fullyrðir hún og upplýsir að ólympíusundlaug sé við hliðina á hótelinu, með gufubaði og hvíldarherbergi. "Ólympíuleikarnir í norrænum greinum voru haldnir á þessu svæði 1964 og 1976 og heimsmeistarakeppnin árið 1999. Við munum njóta þess þegar við komum heim af skíðunum að leggjast í laugina. Ég held það finnist varla hollari blanda af hreyfingu en gönguskíði og sund saman," segir Íris. Spurð í lokin hvort hún haldi að Íslendingar hafi nægilegan áhuga á gönguskíðaíþróttinni til að hægt sé að fylla svona ferð svarar hún: "Það er þá kominn tími til að efla þann áhuga". Ferðin kostar 110.000 krónur á manninn miðað við að tveir séu í herbergi. Innifalið er hálft fæði, það er morgunmatur, eftirmiðdagskaffi og kvöldmatur, aðgangur að öllum gönguskíðabrautum og fleira.
Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira