Sígaunstemmning og grænt te 28. september 2004 00:01 Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala. Nám Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala.
Nám Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira