Furðar sig á undanþágunefnd 26. september 2004 00:01 Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira