Tugir fatlaðra barna án vistunar 21. september 2004 00:01 Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira