Barnagæslan verkfallsbrot 20. september 2004 00:01 Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira