Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum 20. september 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira