Skotið á tyggjóklessur 19. september 2004 00:01 "Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur. Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur.
Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira