Er Bush geimvera? 19. september 2004 00:01 Það er lesendabréf í Morgunblaðinu 13. september, þar sem sagnfræðingurinn Gunnar Þór Bjarnason kvartar undan fordómum og sleggjudómum í íslenskum fjölmiðlum um bandarískt samfélag. "Vinsælir pistlahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi trúarofstækis". Með þessu séu menn bara að flíka vanþekkingu og sleggjudómum og gera sig seka um "barnaskap, fáfræði og hroka". Og höfundur telur að "í skrifum um Bandaríkin skíni oft í gegn sú skoðun að stjórnmálaumræða vestanhafs sé á miklu lægra plani en gengur og gerist í Evrópu, þar á meðal á Íslandi". Um það má vissulega deila hvort stjórnmálaumræða í Bandaríkjunum sé á "lægra plani" en hér á landi eða í Evrópu yfirleitt. Hinu verður vart á móti mælt að hún er á öðru plani og því út í hött þegar hérlendir stjórnmálamenn eru að setja samasemmerki milli flokks síns og flokkanna í Bandaríkjunum, hvort heldur er demókrata ellegar repúblikana. Tímarítið Economist – sem seint verður talið til Ameríkuhatara og hefur raunar ítrekað áframhaldandi stuðning sinn við Bush yngri í kosningunum fram undan – minnti á þetta nýlega í grein. Þar var frá því skýrt að nánasti pólitíski ráðgjafi Bush, Karl Rove, hefði svarað af mikilli heift þegar foringi breskra íhaldsmanna, Michael Howard, hafði viðrað þá hugmynd að fá að koma í heimsókn til forsetans. Karl Rove öskraði í símann: "Þú getur gleymt því að hitta forsetann. Ekki hafa fyrir því að koma. Þú hittir hann ekki". Orsökin fyrir þessari heift var sú að foringi bresku íhaldsmannanna hafði dirfst að ráðast á Blair fyrir að hafa blekkt bresku þjóðina um múgmorðvopn Íraka og skorað á hann að taka stöðu sína sem forsætisráðherra "til alvarlegrar íhugunar". Í framhaldi af þessari frásögn um samskipti Hvíta hússins og breska íhaldsins segir Economist: "Þeirrar samfélagslegu íhaldsstefnu sem er grunnur Repúblikanaflokksins sjást varla merkin í Bretlandi samtímans". Og tímaritið heldur áfram: "Bretland á það sameiginlegt með öðrum ríkjum Evrópu að vera í raun eftirkristið samfélag. Trú er einkamál þeirra fáu sem kjósa að rækja trú sína. Kirkjur hér eru fyrirferðarlitlar, hógværar og ögn á vinstri hliðina. Til er örsmár hópur andvígur fóstureyðingum, en hann er ekkert í líkingu við bandarísku fóstureyðingaandstæðingana sem leggja stjórnmálamenn á miðju og til hægri í einelti. Hér fara næstum engar umræður fram um stofnfrumurannsóknir og næsta litlar um hjónabönd samkynhneigðra. Reyndar eru íhaldsmenn í örvæntingu sinni að reyna að sannfæra kjósendur um félagslegt frjálslyndi sitt með því að stilla eins mörgum samkynhneigðum og einstæðum mæðrum á lista sína eins og þeir geta í þeim tilgangi að vinna með því sæti þar sem mjótt er á mununum. Karl Rove mundi ekki vita hvar hann ætti að byrja ef hann ætlaði að ná árangri í að byggja upp samfylkingu íhaldsafla í Bretlandi". Það er ekki bara Atlantshafið sem hefur verið að breikka í pólitískum skilningi. Um allan heim fjarlægist fólk stefnu Bandaríkjanna. Nýleg könnun á vegum bandaríska háskólans University of Maryland sýnir þetta svart á hvítu. Spurt var: Hvorn kýst þú frekar, Bush eða Kerry? Niðurstöðurnar sýndu greinilega að meirihluti fólks í 32 löndum studdi Kerry. Meðal hefðbundinna vinaríkja Bandaríkjanna í Evrópu; Þýskalands, Frakklands, Noregs, Ítalíu, og Hollands, náði stuðningur við Bush 14 prósentustigum eða minna, en yfir helmingur studdi Kerry. Í Bretlandi, heimalandi nánasta vinarins og bandamannsins Tony Blairs, vann Kerry með 30 stiga mun. Af 1.001 Breta sem spurðir voru gegnum síma sögðust 47 prósent fremur kjósa Kerry meðan 16 prósent tóku Bush fram yfir Kerry. Af þeim tólf löndum, sem beinan þátt tóku í hernaði í Írak, þ.e. "bandalagi hinna staðföstu og fúsu", voru það aðeins Filippseyjar, þar sem meirihlutinn kaus Bush. Hreinn meirihluti í sjö "bandalagslöndum" taldi utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa versnað undir Bush. Neikvæðustu viðhorfin til Bandaríkjanna komu fram í Frakklandi, Þýskalandi og Mexíkó þar sem ríflega 80% aðspurðra töldu utanríkisstefnu Bush hafa leitt til neikvæðari tilfinninga til Bandaríkjanna. Í Asíu voru viðhorfin blendnari. Kerry vann hreinan meirihluta í Kína, Indónesíu og Japan, en aðeins nauman í Indlandi og Taílandi.. Af öllum löndunum 35 sem könnunin náði til var það aðeins í Nígeríu, Póllandi og á Filippseyjum, sem menn tóku Bush fram yfir Kerry, þó þannig að aðeins þriðjungur í Nígeríu og Póllandi tók Bush framyfir og Kerry var um það bil fimm prósentustigum lægri (afgangurinn tók ekki afstöðu). Það er því ljóst samkvæmt könnun þessarar bandarísku stofnunar, að þegar íslenskir "dálkahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar" telja bandarísk stjórnvöld "á valdi öfga og trúarofstækis" og umræðu vestanhafs, ef ekki á lægra plani, þá að minnsta kosti á "öðru plani", þá eru þeir ekki einir um þá skoðun. Yfirgnæfandi meirihluti heimsbyggðarinnar horfir í forundran á þá stefnu, sem Bandaríki Bush standa fyrir, skelfast hana og telur heiminn verr staddan nú en fyrir innrásina í Írak. Hugarheimur þessara manna er þeim gersamlega framandi. Þeir gætu þess vegna verið frá annarri plánetu. Í Hollywood-myndum gerist það stundum að framandi verur frá öðrum hnöttum taka á sig manngervi til að koma fram illum áformum sínum. En stundum slær raunveruleikinn skáldskapnum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það er lesendabréf í Morgunblaðinu 13. september, þar sem sagnfræðingurinn Gunnar Þór Bjarnason kvartar undan fordómum og sleggjudómum í íslenskum fjölmiðlum um bandarískt samfélag. "Vinsælir pistlahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi trúarofstækis". Með þessu séu menn bara að flíka vanþekkingu og sleggjudómum og gera sig seka um "barnaskap, fáfræði og hroka". Og höfundur telur að "í skrifum um Bandaríkin skíni oft í gegn sú skoðun að stjórnmálaumræða vestanhafs sé á miklu lægra plani en gengur og gerist í Evrópu, þar á meðal á Íslandi". Um það má vissulega deila hvort stjórnmálaumræða í Bandaríkjunum sé á "lægra plani" en hér á landi eða í Evrópu yfirleitt. Hinu verður vart á móti mælt að hún er á öðru plani og því út í hött þegar hérlendir stjórnmálamenn eru að setja samasemmerki milli flokks síns og flokkanna í Bandaríkjunum, hvort heldur er demókrata ellegar repúblikana. Tímarítið Economist – sem seint verður talið til Ameríkuhatara og hefur raunar ítrekað áframhaldandi stuðning sinn við Bush yngri í kosningunum fram undan – minnti á þetta nýlega í grein. Þar var frá því skýrt að nánasti pólitíski ráðgjafi Bush, Karl Rove, hefði svarað af mikilli heift þegar foringi breskra íhaldsmanna, Michael Howard, hafði viðrað þá hugmynd að fá að koma í heimsókn til forsetans. Karl Rove öskraði í símann: "Þú getur gleymt því að hitta forsetann. Ekki hafa fyrir því að koma. Þú hittir hann ekki". Orsökin fyrir þessari heift var sú að foringi bresku íhaldsmannanna hafði dirfst að ráðast á Blair fyrir að hafa blekkt bresku þjóðina um múgmorðvopn Íraka og skorað á hann að taka stöðu sína sem forsætisráðherra "til alvarlegrar íhugunar". Í framhaldi af þessari frásögn um samskipti Hvíta hússins og breska íhaldsins segir Economist: "Þeirrar samfélagslegu íhaldsstefnu sem er grunnur Repúblikanaflokksins sjást varla merkin í Bretlandi samtímans". Og tímaritið heldur áfram: "Bretland á það sameiginlegt með öðrum ríkjum Evrópu að vera í raun eftirkristið samfélag. Trú er einkamál þeirra fáu sem kjósa að rækja trú sína. Kirkjur hér eru fyrirferðarlitlar, hógværar og ögn á vinstri hliðina. Til er örsmár hópur andvígur fóstureyðingum, en hann er ekkert í líkingu við bandarísku fóstureyðingaandstæðingana sem leggja stjórnmálamenn á miðju og til hægri í einelti. Hér fara næstum engar umræður fram um stofnfrumurannsóknir og næsta litlar um hjónabönd samkynhneigðra. Reyndar eru íhaldsmenn í örvæntingu sinni að reyna að sannfæra kjósendur um félagslegt frjálslyndi sitt með því að stilla eins mörgum samkynhneigðum og einstæðum mæðrum á lista sína eins og þeir geta í þeim tilgangi að vinna með því sæti þar sem mjótt er á mununum. Karl Rove mundi ekki vita hvar hann ætti að byrja ef hann ætlaði að ná árangri í að byggja upp samfylkingu íhaldsafla í Bretlandi". Það er ekki bara Atlantshafið sem hefur verið að breikka í pólitískum skilningi. Um allan heim fjarlægist fólk stefnu Bandaríkjanna. Nýleg könnun á vegum bandaríska háskólans University of Maryland sýnir þetta svart á hvítu. Spurt var: Hvorn kýst þú frekar, Bush eða Kerry? Niðurstöðurnar sýndu greinilega að meirihluti fólks í 32 löndum studdi Kerry. Meðal hefðbundinna vinaríkja Bandaríkjanna í Evrópu; Þýskalands, Frakklands, Noregs, Ítalíu, og Hollands, náði stuðningur við Bush 14 prósentustigum eða minna, en yfir helmingur studdi Kerry. Í Bretlandi, heimalandi nánasta vinarins og bandamannsins Tony Blairs, vann Kerry með 30 stiga mun. Af 1.001 Breta sem spurðir voru gegnum síma sögðust 47 prósent fremur kjósa Kerry meðan 16 prósent tóku Bush fram yfir Kerry. Af þeim tólf löndum, sem beinan þátt tóku í hernaði í Írak, þ.e. "bandalagi hinna staðföstu og fúsu", voru það aðeins Filippseyjar, þar sem meirihlutinn kaus Bush. Hreinn meirihluti í sjö "bandalagslöndum" taldi utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa versnað undir Bush. Neikvæðustu viðhorfin til Bandaríkjanna komu fram í Frakklandi, Þýskalandi og Mexíkó þar sem ríflega 80% aðspurðra töldu utanríkisstefnu Bush hafa leitt til neikvæðari tilfinninga til Bandaríkjanna. Í Asíu voru viðhorfin blendnari. Kerry vann hreinan meirihluta í Kína, Indónesíu og Japan, en aðeins nauman í Indlandi og Taílandi.. Af öllum löndunum 35 sem könnunin náði til var það aðeins í Nígeríu, Póllandi og á Filippseyjum, sem menn tóku Bush fram yfir Kerry, þó þannig að aðeins þriðjungur í Nígeríu og Póllandi tók Bush framyfir og Kerry var um það bil fimm prósentustigum lægri (afgangurinn tók ekki afstöðu). Það er því ljóst samkvæmt könnun þessarar bandarísku stofnunar, að þegar íslenskir "dálkahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar" telja bandarísk stjórnvöld "á valdi öfga og trúarofstækis" og umræðu vestanhafs, ef ekki á lægra plani, þá að minnsta kosti á "öðru plani", þá eru þeir ekki einir um þá skoðun. Yfirgnæfandi meirihluti heimsbyggðarinnar horfir í forundran á þá stefnu, sem Bandaríki Bush standa fyrir, skelfast hana og telur heiminn verr staddan nú en fyrir innrásina í Írak. Hugarheimur þessara manna er þeim gersamlega framandi. Þeir gætu þess vegna verið frá annarri plánetu. Í Hollywood-myndum gerist það stundum að framandi verur frá öðrum hnöttum taka á sig manngervi til að koma fram illum áformum sínum. En stundum slær raunveruleikinn skáldskapnum við.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun