Beint lýðræði á Akureyri 17. september 2004 00:01 Stólaskiptatangóinn í ríkisstjórninni í vikunni og fyrirheit nýs forsætisráðherra um endurskoðun á stjórnarskrá er enn eitt tilefnið til vangaveltna um lýðræðið í landinu. Ljóst er að á komandi misserum munu stjórnmálamenn, eða svokallaðir fulltrúar almennings, vinna úr þeirri lífsreynslu sem þeir urðu fyrir vegna synjunar forseta um staðfestingu á fjölmiðlalögum sl. sumar. Þessi lífsreynsla fór sem kunnugt er mjög misjafnlega með menn. Sumir, einkum stjórnarliðar, urðu fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom stjórnarskrárákvæði um að takmörk og landamæri valdsviðs kjörinna fulltrúa voru raunveruleg. Í framhaldinu hófst mikil umræða um þjóðaratkvæðagreiðslur og hvort eðlilegt væri að setja einhver skilyrði fyrir þeim niðurstöðum, sem þar kynnu að koma fram. Það er einmitt sú umræða sem hinir kjörnu fulltrúar munu væntanlega ræða í tengslum við stjórnarskrárbreytingu. Nú í haust hins vegar hefur umræðan víkkað nokkuð. Má þar nefna norræna ráðstefnu í Reykajvík um rafrænt lýðræði og svo innleiðingu nýjunga á sviði íbúalýðræðis. Ekki er nokkur vafi á að mjög eftirsóknarvert er í sjálfu sér og fyrir þróun lýðræðishugmyndarinnar sjálfrar, að færa sem flestar ákvarðanir beint til fólksins. Þær kenningar og þau lýðræðiskerfi sem við þekkjum í heiminum í dag eru öll með einhverjum hætti niðurstaða úr tilraunum manna til að finna jafnvægi milli þess að sem flestir komi að ákvarðanatökum og hins að ákvarðanatökur séu sæmilega skilvirkar. Að finna jafnvægi þar sem lýðræðið er í öndvegi, en innan skynsamlegra skilvirknismarka. Þegar menn nú leita uppi skilvirka fleti á beinu lýðræði, annað hvort með nýjum formum eða nýrri upplýsingatækni er því beint framhald á þessari gömlu viðleitni. Að mörgu leyti má segja að hugmyndir um beint lýðræði eigi best heima í nærumhverfinu. Í það minnsta meðan útfærslan á lýðræðisaðferðunum er enn að slíta barnsskónum. Það á við í sveitarstjórnarmálum, skipulagsmálum og öðrum þeim málum sem snerta beint næsta umhverfi manna. Bæði ræðst það af því að viðfangsefni ákvarðana eru fólki kunn, þau skipta það beint máli og stærðargráðan er yfirleitt af því tagi að hægt er að halda utan um málið þótt margir komi að því. Þá á það síður við um nærumhverfið sem á við um landsmálapólitík, að ákveðin þekkingarleg sérhæfing og verkaskipting getur verið æskileg og kalli því beinlínis á fulltrúakerfi. Það er því sérstaklega athyglisvert að fylgjast með tilraunum á sviði íbúalýðræðis sem nú eru í gangi varðandi skipulag miðbæjarins á Akureyri undir formerkjum sjálfseignarstofnunar sem heitir Akureyri í öndvegi. Á morgun, laugardag, hefur verið boðað til sérstaks íbúaþings í Íþróttahöll bæjarins þar sem leitað verður eftir hugmyndum og skoðunum bæjarbúa. Íbúaþing af þessu tagi eru vissulega ekki ný af nálinni, en ólíklegt er að þessi stærðargráða hafi þekkst hér fyrr, enda er allt 16.000 manna bæjarfélagið hugsanlegir þinggestir. Hugmyndafræðin er líka áhugaverð. Hér er ekki um hefðbundinn borgarafund eða stjórnmálafund að ræða þar sem fólk kemur til að velja af tilteknum fyrirfram mótuðum pólitískum eða skipulagslegum matseðli stjórnmála- og embættismanna. Þvert á móti er verið að virkja fólkið í að elda matinn sjált - að búa til sinn eigin matseðil - og til þess er beitt sérstakri tækni þar sem lögð er áhersla á óformlega nálgun og þátttöku. Það er margt nýstárlegt við þetta átak um skipulag miðbæjarins. Fyrir það fyrsta er hér um sjálfsprottið frumkvæði athafnamanna og fyrirtækja í bænum að ræða sem leiddi til stofnunar sjálfseignarstofnunarinnar Akureyrar í öndvegi. Þar eru bakhjarlarnir stórfyrirtæki sem starfa í bænum og hafa séð um að setja í verkefnið þá peninga sem þarf til að svona nokkuð nái flugi. Samstarfs hefur verið leitað við bæjaryfirvöld og hafa þau í raun verið beinn þátttakandi í þessu verkefni með ýmsum hætti. Mikilvægast er þó hvað varðar tilraunina um íbúalýðræðið og íbúaþingið, að umgörðin öll hefur verið þannig úr garði gerð að tryggt er og innbyggt í ákvörðunartökuferlið sem á eftir kemur, að tekið verður tillit til þess sem íbúar á íbúaþingi höfðu fram að færa. Þannig eru hugmyndir íbúaþingsins eitt af því sem skylt verður að taka tillit til í alþjóðlegri skipulagssamkeppni um miðbæinn sem hrinda á af stað eftir nokkrar vikur og samantekt og kynning á niðurstöðum þingsins verða notaðar í bæjarkerfinu og kynntar opinberlega. Vissulega er skipulag miðbæjar stórs bæjarfélags einstakt mál og íbúaþing líkt því sem fram fer á morgun einstakt í sinni röð. Slíkt verður því ekki hægt að endurtaka viku- eða mánaðarlega út af hvaða ákvörðun sem er. En ef þetta heppnast vel gefur það hins vegar vísbendingu um að ýmsar leiðir eru fyrir hendi í umræðunni um beint lýðræði. Mikilvægast af öllu er þó að íbúaþingið á Akureyri gæti gefið umræðunni um lýðræði og tilraunir með ýmis lýðræðisleg form byr undir báða vængi. Sík víkkun á sjóndeildarhringnum væri bæði kærkomin og þörf, ekki síst eftir heldur einfætta umræðuna um þjóðaratkvæði í sumar. Þar var gjarnan talað af trúarlegri lotningu um fulltrúalýðræðið (þingræðið) sem hið endanlega skipulag og án nokkurs samhengis við grundvallaratriði málsins – sem er að samfélagslegar ákvarðanir eiga að vera með einhverjum hætti sameiginleg niðurstaða lýðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Stólaskiptatangóinn í ríkisstjórninni í vikunni og fyrirheit nýs forsætisráðherra um endurskoðun á stjórnarskrá er enn eitt tilefnið til vangaveltna um lýðræðið í landinu. Ljóst er að á komandi misserum munu stjórnmálamenn, eða svokallaðir fulltrúar almennings, vinna úr þeirri lífsreynslu sem þeir urðu fyrir vegna synjunar forseta um staðfestingu á fjölmiðlalögum sl. sumar. Þessi lífsreynsla fór sem kunnugt er mjög misjafnlega með menn. Sumir, einkum stjórnarliðar, urðu fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom stjórnarskrárákvæði um að takmörk og landamæri valdsviðs kjörinna fulltrúa voru raunveruleg. Í framhaldinu hófst mikil umræða um þjóðaratkvæðagreiðslur og hvort eðlilegt væri að setja einhver skilyrði fyrir þeim niðurstöðum, sem þar kynnu að koma fram. Það er einmitt sú umræða sem hinir kjörnu fulltrúar munu væntanlega ræða í tengslum við stjórnarskrárbreytingu. Nú í haust hins vegar hefur umræðan víkkað nokkuð. Má þar nefna norræna ráðstefnu í Reykajvík um rafrænt lýðræði og svo innleiðingu nýjunga á sviði íbúalýðræðis. Ekki er nokkur vafi á að mjög eftirsóknarvert er í sjálfu sér og fyrir þróun lýðræðishugmyndarinnar sjálfrar, að færa sem flestar ákvarðanir beint til fólksins. Þær kenningar og þau lýðræðiskerfi sem við þekkjum í heiminum í dag eru öll með einhverjum hætti niðurstaða úr tilraunum manna til að finna jafnvægi milli þess að sem flestir komi að ákvarðanatökum og hins að ákvarðanatökur séu sæmilega skilvirkar. Að finna jafnvægi þar sem lýðræðið er í öndvegi, en innan skynsamlegra skilvirknismarka. Þegar menn nú leita uppi skilvirka fleti á beinu lýðræði, annað hvort með nýjum formum eða nýrri upplýsingatækni er því beint framhald á þessari gömlu viðleitni. Að mörgu leyti má segja að hugmyndir um beint lýðræði eigi best heima í nærumhverfinu. Í það minnsta meðan útfærslan á lýðræðisaðferðunum er enn að slíta barnsskónum. Það á við í sveitarstjórnarmálum, skipulagsmálum og öðrum þeim málum sem snerta beint næsta umhverfi manna. Bæði ræðst það af því að viðfangsefni ákvarðana eru fólki kunn, þau skipta það beint máli og stærðargráðan er yfirleitt af því tagi að hægt er að halda utan um málið þótt margir komi að því. Þá á það síður við um nærumhverfið sem á við um landsmálapólitík, að ákveðin þekkingarleg sérhæfing og verkaskipting getur verið æskileg og kalli því beinlínis á fulltrúakerfi. Það er því sérstaklega athyglisvert að fylgjast með tilraunum á sviði íbúalýðræðis sem nú eru í gangi varðandi skipulag miðbæjarins á Akureyri undir formerkjum sjálfseignarstofnunar sem heitir Akureyri í öndvegi. Á morgun, laugardag, hefur verið boðað til sérstaks íbúaþings í Íþróttahöll bæjarins þar sem leitað verður eftir hugmyndum og skoðunum bæjarbúa. Íbúaþing af þessu tagi eru vissulega ekki ný af nálinni, en ólíklegt er að þessi stærðargráða hafi þekkst hér fyrr, enda er allt 16.000 manna bæjarfélagið hugsanlegir þinggestir. Hugmyndafræðin er líka áhugaverð. Hér er ekki um hefðbundinn borgarafund eða stjórnmálafund að ræða þar sem fólk kemur til að velja af tilteknum fyrirfram mótuðum pólitískum eða skipulagslegum matseðli stjórnmála- og embættismanna. Þvert á móti er verið að virkja fólkið í að elda matinn sjált - að búa til sinn eigin matseðil - og til þess er beitt sérstakri tækni þar sem lögð er áhersla á óformlega nálgun og þátttöku. Það er margt nýstárlegt við þetta átak um skipulag miðbæjarins. Fyrir það fyrsta er hér um sjálfsprottið frumkvæði athafnamanna og fyrirtækja í bænum að ræða sem leiddi til stofnunar sjálfseignarstofnunarinnar Akureyrar í öndvegi. Þar eru bakhjarlarnir stórfyrirtæki sem starfa í bænum og hafa séð um að setja í verkefnið þá peninga sem þarf til að svona nokkuð nái flugi. Samstarfs hefur verið leitað við bæjaryfirvöld og hafa þau í raun verið beinn þátttakandi í þessu verkefni með ýmsum hætti. Mikilvægast er þó hvað varðar tilraunina um íbúalýðræðið og íbúaþingið, að umgörðin öll hefur verið þannig úr garði gerð að tryggt er og innbyggt í ákvörðunartökuferlið sem á eftir kemur, að tekið verður tillit til þess sem íbúar á íbúaþingi höfðu fram að færa. Þannig eru hugmyndir íbúaþingsins eitt af því sem skylt verður að taka tillit til í alþjóðlegri skipulagssamkeppni um miðbæinn sem hrinda á af stað eftir nokkrar vikur og samantekt og kynning á niðurstöðum þingsins verða notaðar í bæjarkerfinu og kynntar opinberlega. Vissulega er skipulag miðbæjar stórs bæjarfélags einstakt mál og íbúaþing líkt því sem fram fer á morgun einstakt í sinni röð. Slíkt verður því ekki hægt að endurtaka viku- eða mánaðarlega út af hvaða ákvörðun sem er. En ef þetta heppnast vel gefur það hins vegar vísbendingu um að ýmsar leiðir eru fyrir hendi í umræðunni um beint lýðræði. Mikilvægast af öllu er þó að íbúaþingið á Akureyri gæti gefið umræðunni um lýðræði og tilraunir með ýmis lýðræðisleg form byr undir báða vængi. Sík víkkun á sjóndeildarhringnum væri bæði kærkomin og þörf, ekki síst eftir heldur einfætta umræðuna um þjóðaratkvæði í sumar. Þar var gjarnan talað af trúarlegri lotningu um fulltrúalýðræðið (þingræðið) sem hið endanlega skipulag og án nokkurs samhengis við grundvallaratriði málsins – sem er að samfélagslegar ákvarðanir eiga að vera með einhverjum hætti sameiginleg niðurstaða lýðsins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun