Krakar í skólann án kennara 16. september 2004 00:01 Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira