Hægt að afstýra verkfalli 14. september 2004 00:01 Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira