Bikarinn til Eyja

Stelpurnar úr ÍBV voru rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Sigurinn var mjög sanngjarn en þó gekk Eyjastelpum bölvanlega að brjóta ísinn þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi. Það var Bryndís Jóhannesdóttir sem skoraði fyrra mark ÍBV á 78. mínútu. Mhairi Gilmour gulltryggði svo sigurinn á 90. mínútu en þetta er fyrsti stóri titillinn sem Eyjastelpur vinna.