Besta breska bandið í ár 10. september 2004 00:01 Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi. Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi.
Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira