Ekki sama laukur og laukur 10. september 2004 00:01 "Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríðarlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa kryddjurtir og salöt aukist mikið í fæðunni," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasagarðsins í Laugardal. Á dögunum var mikil uppskeruhátíð í Grasagarðinum þar sem fræðsla og smökkun var í boði. Í garðinum eru um 120 tegundir matjurta, þar á meðal kryddplöntur, berjarunnar og rabarbari. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og hef ég mikinn áhuga á matlauknum núna. Ekki er hægt að bera saman lauk sem maður ræktar sjálfur við þann sem fæst í verslunum, laukur og laukur er ekki það sama," segir Auður. Matlaukinn er tiltölulega auðvelt að rækta og er hann settur niður á vorin og tekinn upp á haustin. Eftir að fólk er búið að taka upp laukinn og aðrar matjurtir á haustin vill gleymast að huga að jarðveginum. "Góður jarðvegur er grundvallaratriði í ræktun matjurta og er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á það," segir Auður og ráðleggur hún fólki að setja lífrænan húsdýraáburð í moldina á haustin svo hann nái að brotna vel yfir veturinn. "Hvítlaukur er matjurt sem hægt er að setja niður á haustin og gilda sömu reglur um hann og annað að jarðvegurinn verður að vera góður," segir Auður en laukurinn er settur niður í september eða október. Til að rækta hvítlauk er valinn góður heilbrigður laukur með fallegum og stórum laufum og er eitt lauf sett um það bil 5 cm ofan í jarðveginn og haft er um 10 til 15 cm bil á milli laufa. Lauknum þarf að velja sólríkan og hlýjan stað í garðinum og byrjar hann að vaxa um leið en svo þegar fer að frysta þá stoppar hann og fer í dvala. Mikilvægt er að gott frárennsli sé í jarðveginum svo ekki safnist mikil bleyta því þá þránar laukurinn. Með hlýnandi veðri á vorin tekur hann við sér og heldur áfram að vaxa og er hann tilbúinn þegar þrjú neðstu blöðin visna. "Ferskur hvítlaukur er engu líkur og þegar hann er ræktaður lífrænt fáum við svo fallegan lauk," segir Auður og bendir á að græna grasið sem vex af hvítlauknum er hægt að nýta með því að klippa niður í salat eða jafnvel blanda með sýrðum rjóma. Kryddjurtirnar eru bestar ferskar, segir Auður, svo sniðugt er að kippa þeim inn fyrir veturinn og leyfa þeim að vaxa áfram í eldhúsglugganum. Ágætt getur líka verið að þurrka þær til geymslu en steinseljuna er auðvelt að frysta ferska. Matur Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríðarlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa kryddjurtir og salöt aukist mikið í fæðunni," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasagarðsins í Laugardal. Á dögunum var mikil uppskeruhátíð í Grasagarðinum þar sem fræðsla og smökkun var í boði. Í garðinum eru um 120 tegundir matjurta, þar á meðal kryddplöntur, berjarunnar og rabarbari. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og hef ég mikinn áhuga á matlauknum núna. Ekki er hægt að bera saman lauk sem maður ræktar sjálfur við þann sem fæst í verslunum, laukur og laukur er ekki það sama," segir Auður. Matlaukinn er tiltölulega auðvelt að rækta og er hann settur niður á vorin og tekinn upp á haustin. Eftir að fólk er búið að taka upp laukinn og aðrar matjurtir á haustin vill gleymast að huga að jarðveginum. "Góður jarðvegur er grundvallaratriði í ræktun matjurta og er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á það," segir Auður og ráðleggur hún fólki að setja lífrænan húsdýraáburð í moldina á haustin svo hann nái að brotna vel yfir veturinn. "Hvítlaukur er matjurt sem hægt er að setja niður á haustin og gilda sömu reglur um hann og annað að jarðvegurinn verður að vera góður," segir Auður en laukurinn er settur niður í september eða október. Til að rækta hvítlauk er valinn góður heilbrigður laukur með fallegum og stórum laufum og er eitt lauf sett um það bil 5 cm ofan í jarðveginn og haft er um 10 til 15 cm bil á milli laufa. Lauknum þarf að velja sólríkan og hlýjan stað í garðinum og byrjar hann að vaxa um leið en svo þegar fer að frysta þá stoppar hann og fer í dvala. Mikilvægt er að gott frárennsli sé í jarðveginum svo ekki safnist mikil bleyta því þá þránar laukurinn. Með hlýnandi veðri á vorin tekur hann við sér og heldur áfram að vaxa og er hann tilbúinn þegar þrjú neðstu blöðin visna. "Ferskur hvítlaukur er engu líkur og þegar hann er ræktaður lífrænt fáum við svo fallegan lauk," segir Auður og bendir á að græna grasið sem vex af hvítlauknum er hægt að nýta með því að klippa niður í salat eða jafnvel blanda með sýrðum rjóma. Kryddjurtirnar eru bestar ferskar, segir Auður, svo sniðugt er að kippa þeim inn fyrir veturinn og leyfa þeim að vaxa áfram í eldhúsglugganum. Ágætt getur líka verið að þurrka þær til geymslu en steinseljuna er auðvelt að frysta ferska.
Matur Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira