Lærði af þeim bestu 7. september 2004 00:01 Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins. Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins.
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira