Erlent

Ítölskum konum rænt í Írak

Hjálparsamtök í Írak halda því fram að tveimur ítölskum konum hafi verið rænt í miðborg Bagdad. Konurnar voru sjálfboðaliðar í samtökunum „Brú til Bagdad“ sem sinna hjálparstörfum í landinu og voru stofnuð í kjölfar fyrra Írakstríðsins árið 1991. Vitni segja að konurnar hafi verið numdar á brott ásamt tveimur Írökum.  Myndin var tekin í Bagdad í morgun eftir að sprengja í vegkanti varð einum að bana og særði nokkra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×