Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði 2. september 2004 15:00 Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira