Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði 2. september 2004 15:00 Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira